Ísland áhættusvæði fyrir öllum Eystrasaltsríkjunum

Gitanas Nauseda forseti Litháens grímuklæddur.
Gitanas Nauseda forseti Litháens grímuklæddur. AFP

Litháar hafa ákveðið að skilgreina Ísland sem áhættusvæði vegna fjölgunar kórónuveirusmita hérlendis. Þar með hafa öll Eystrasaltsríkin ákveðið að skilgreina Ísland sem áhættusvæði vegna fjölgunar smita. RÚV greinir frá þessu. 

Ísland bætist með þessu á svokallaðan rauðan lista Litháa á morgun, mánudag. Yfirvöld Litháens hafa tilkynnt að komur frá Íslandi, Hollandi og Tyrklandi verði óheimilar frá og með mánudegi en farþegar sem koma frá Póllandi og Kýpur þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til Litháens. 

Norðmenn krefja Íslendinga ekki enn um að fara í sóttkví þrátt fyrir að nýgengi smita hérlendis sé hærri en norsk yfirvöld hafa miðað við þegar ákvarðanir eru teknar um það hvort farþegar erlendis frá þurfi að sæta sóttkví við komuna til landsins. Nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa hérlendis var í gær 27 en Norðmenn miða við að farþegar frá löndum þar sem nýgengi er hærra en 20 þurfi að sæta sóttkví við komuna til landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert