Sjötíu ár frá vígslu sundlaugarinnar

Laugin í Selárdal nýtur vinsælda heimamanna og ferðafólks.
Laugin í Selárdal nýtur vinsælda heimamanna og ferðafólks. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Vopnfirðingar fögnuðu því á fimmtudag að 70 ár voru liðin frá vígslu sundlaugarinnar í Selárdal. Laugin er enn í fullri notkun og nýtur mikilla vinsælda heimamanna, sem og ferðafólks.

Í umfjöllun um þessi tímamót á heimasíðu ungmennafélagsins Einherja kemur fram að hugmyndir um byggingu sundlaugarinnar má rekja allt aftur til 1936 hið minnsta, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í  dag.

„Að lokum hófst framkvæmd við nýja laug í Selárgljúfrum í Selárdal sumarið 1947. A-deild hafði forgöngu í málinu en allar deildir lögðu fé og mannauð í verkið. Einnig fengust styrkir í verkið frá hreppsnefnd Vopnafjarðar, íþróttanefnd ríkisins og fleirum. Unnið var að byggingu laugarinnar og sundlaugarskála næstu sumur og var sundlaugin vígð með pompi og prakt sunnudaginn 13. ágúst árið 1950.

Við vígsluna voru fluttar ræður, ungir Einherjar stungu sér til sunds og synt var boðsund. Þrátt fyrir að rigndi þennan dag gerðu menn sér glaðan dag og dansað var í tjaldi fram eftir nóttu. Þessi framkvæmd er dæmi um dug, metnað og samstöðu Einherja en sundlaugin var eign félagsins þar til sveitarfélagið tók að sér rekstur hennar,“ segir á heimasíðunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert