Gular viðvaranir í gildi

Kort/Veðurstofa Íslands

Almannavarnadeild vill vekja athylgi á veðurspá Veðurstofu Íslands. Seint í kvöld bætir í úrkomu um norðaustanvert landið með snjókomu á fjallvegum og gæti færð spillst. Gular viðvaranir hafa verið settar á Norðaustur- og Austurland. 

Það gengur í norðvestan 15-20 m/s með vindhviðum um 30 m/s í vinstrengjum suðaustantil á landinu eftur hádegi á morgun, þ.e. austur af Öræfum og á annesjum á Austfjörðum.

Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi, að því er almannavarnir greina frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert