Ávarpaði heimsþing SÞ með Ísland í bakgrunni

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Skjáskot

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði 75. heimsþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Vegna kórónuveirufaraldursins var engin sendinefnd frá Íslandi á heimsþinginu en þess í stað var ávarpi utanríkisráðherra streymt til fundarmanna um allan heim, með íslenskt landslag í bakgrunni.

Í ávarpinu talaði Guðlaugur um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu á tímum kórónuveirufaraldursins og sagði Ísland staðráðið í að styðja alþjóðleg verkefni í baráttunni við faraldurinn. Ísland hefði styrkt alþjóðlega neyðarsjóði Sameinuðu þjóðanna (Global Humanitarian Response Plan og UN Response and Recovery Fund), sem og önnur verkefni sem snúa að þróun, dreifingu og sanngjörnu aðgengi að bóluefni til allra landa.

Áréttaði skuldbindingar Parísarsamkomulagsins

Guðlaugur gerði einnig loftslagsmál að umtalsefni sínu. Sagði hann viðbrögð í loftslagsmálum þurfa að vera útgangspunktur allrar vinnu við að byggja betra og grænna samfélag eftir faraldurinn. Áréttaði hann skuldbindingar Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu og sagði áform íslenskra stjórnvalda um 35% samdrátt í losun fyrir 2030 og kolefnishlutleysi 2040, ganga enn lengra.

Ráðherra kom einnig inn á mannréttindabaráttu. „Vaxandi þjóðernishyggja, rasismi, óþol gagnvart öðrum trúarbrögðum og hómófóbía munu halda áfram að grafa undan mannréttindum og grundvallarfrelsi ef við berjust ekki á móti,“ sagði Guðlaugur. „Það er mikið áhyggjuefni þegar hinir valdamestu eru á báðum áttum, eða jafnvel fjandsamlegir baráttunni fyrir allsherjarmannréttindum allra.“

Sagði hann að öll aðildarríki þyrftu að láta í sér heyra og grípa til aðgerða þegar mannréttindumer ýtt til hliðar eða brotið gegn þeim. Ekki mætti hika í notkun lagaelegra, efnahagslegra eða stjórnmálalegra vopna sem væru í búri stjórnmálanna.

Ávarp Guðlaugs Þór

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert