Dæmdar miskabætur vegna slyss árið 2017

Akureyri á góðum degi. Slysið átti sér stað á Hörgárbraut, …
Akureyri á góðum degi. Slysið átti sér stað á Hörgárbraut, skammt frá Glerá. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Karlmaður á Akureyri og Vörður tryggingarfélag voru í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmd til þess að greiða konu 2 milljónir króna í miskabætur vegna umferðarslys sem varð árið 2017 með þeim afleiðingum að konan slasaðist og hundur hennar drapst. Þá voru stefndu dæmd til greiðslu málskostnaðar. 

Héraðsdómur féllst á það með konunni að karlmaðurinn hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi þegar hann í nóvember 2017 ók bifreið sinni á stefnanda þar sem hún gekk yfir gangbraut á Hörgárbraut skammt norðan Glerárbrúar á Akureyri.

Fram kemur í dóminum að konan hafi slasast nokkuð og hundur hennar, sem hún gekk með, drepist samstundis. Fram kemur í dóminum að hundurinn hafi kastast 21 metra við höggið þegar hann varð fyrir bifreiðinni og konan, eigandi hans, um 5 metra.

Játaði skýlaust á sig sök

Karlmaðurinn hafði áður verið dæmdur fyrir brot á hegningarlögum og umferðarlögum með því að valda konunni líkamsmeiðingum af gáleysi, en hann játaði skýlaust á sig sök í málinu. Þá hafði tryggingarfélagið áður greitt konunni bætur aðrar en miskabætur.

Snerist deila málsaðila í skaðabótamálinu um það hvort karlmaðurinn hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi er hann ók á konuna og hund hennar. 

Stefnandi krafðist þess að stefndu yrði dæmd óskipt til að greiða honum 2 milljónir króna ásamt almennum skaðabótavöxtum. Þá krafðist stefnandi málskostnaðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert