Taka þarf faglega afstöðu til hússins á Kárastöðum

Kárastaðir í Þingvallasveit
Kárastaðir í Þingvallasveit mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingvallanefnd fékk fyrr á þessu ári tveggja milljóna króna styrk úr húsafriðunasjóði sem verður notaður til að teikna upp gamla húsið á Kárastöðum og tryggja að ekki verði foktjón af því, að því er fram kemur í fundargerð nefndarinnar.

Sótt hefur verið um styrk í húsafriðunarsjóð fyrir árið 2021 til að hægt sé að vinna að frekari úttekt á húsinu, ástandi og mögulegu notagildi þess. Húsið var byggt 1925 og friðlýst af forsætisráðherra 2014.

Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir að húsið sé innan þjóðgarðsins og eftir að ríkissjóður eignaðist húsið fyrir nokkrum árum hafi það komið í hlut þjóðgarðsins að fylgjast með því. Hann segir að húsið sé illa farið og ekki hafi verið búið í því í fjölda ára. Taka þurfi afstöðu til þess á faglegum grunni fyrr en síðar hvað gera eigi við húsið og hafi ýmsar hugmyndir komið fram um nýtingu þess. Þingvallanefnd hafi enga afstöðu tekið til hússins á Kárastöðum, að sögn Einars.

Á heimasíðu Minjastofnunar kemur fram að gamla íbúðarhúsið á Kárastöðum hafi varðveislugildi sem mjög gott dæmi um steinsteypt sveitahús í burstastíl eftir Jóhann Fr. Kristjánsson húsameistara. Það standi á áberandi stað og blasi við helstu aðkomuleið að þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert