Minnst átta bæjarfélög eru „veirufrí“

Afskekkt. Íbúar á Borgarfirði eystri gæta vel að sóttvörnum þótt …
Afskekkt. Íbúar á Borgarfirði eystri gæta vel að sóttvörnum þótt enginn hafi greinst með kórónuveirusmit í bænum. mbl.is/Golli

„Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt og vonandi höldum við þessu svona, 7, 9, 13,“ segir Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar.

Kórónuveirufaraldurinn hefur lagst misjafnlega harkalega á landsmenn. Í sumum bæjarfélögum hafa komið upp mörg smit en annars staðar fá. Og svo eru þau nokkur sem hafa alfarið sloppið við heimsókn þessa vágests. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eru minnst átta sveitarfélög skilgreind „veirufrí“. Það þýðir að enginn hefur verið skráður í einangrun þar frá því faraldurinn kom til landsins.

Umrædd átta sveitarfélög eru Grímsey, Borgarfjörður eystri, Búðardalur, Fáskrúðsfjörður, Tálknafjörður, Hrísey, Vopnafjörður og Skagaströnd.

Halldór segir í Morgunblaðinu í dag, að hann telji raunar að Austur-Húnavatnssýsla hafi alfarið sloppið við kórónuveiruna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert