Tvö smit innanlands í gær

Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir báðir í sóttkví. Enginn hefur greinst utan sóttkvíar í viku eða frá 20. janúar. 47 eru í einangrun og 35 í sóttkví. Alls eru 1.088 í skimunarsóttkví. 17 eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og hefur fjölgað um einn á milli daga.

Rúmlega 900 sýni voru tekin í gær innanlands og 255 á landamærunum. Enginn greindist með virkt smit á landamærunum í gær en þrír daginn á undan. Þá voru þrír með mótefni.

Nýgengi smita innanlands er nú 8,2 og 7,6 á landamærunum síðustu 14 daga en þar er miðað við á hverja 100 þúsund íbúa. 

38 eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og 22 í sóttkví en alls eru 9 smit annars staðar á landinu. Ekkert virkt smit er á Austurlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra né vestra.

Átta börn yngri en 13 ára eru með Covid-19 en ekkert barn á aldrinum 13-17 ára. Á aldrinum 18-29 ára eru 14 með smit og 10 á fertugsaldri.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert