Gufan reyndist stafa af brostnu hitaveituröri

Veðurstofan fór af stað til að kanna gufu sem steig …
Veðurstofan fór af stað til að kanna gufu sem steig upp úr jörð nærri fjallinu Þorbirni. Gufan reyndist stafa af gömlu hitaveituröri. Ljósmynd/Þórunn Alda Gylfadóttir

Gufan sem sést stíga upp úr jörðu nærri fjallinu Þorbirni í Grindavík reynist stafa af gömlu hitaveituröri sem farið hefur í sundur í jarðskjálftahrinunni sem nú ríður yfir Reykjanesið.  

Veðurstofan var í startholunum til þess að kanna hvers vegna gufumyndun var á svæðinu. Svo virðist hins vegar vera sem hitaveiturörið hafi verið á þeim stað sem sprungan myndaðist. Það hafi farið í sundur og við það hafi heitt vatn runnuð út í sprunguna og myndað gufu sem íbúar tóku eftir. 

Mikil umferð ku vera um svæðið til þess að skoða sprunguna og rétt er að vara fólk við því að fara ekki of nærri þar sem vatnið er sjóðandi heitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert