Niðurstöður borist úr nær öllum sýnum

Greiningu hefur verið lokið á nær öllum sýnunum sem fóru …
Greiningu hefur verið lokið á nær öllum sýnunum sem fóru ógreind frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Árni Sæberg

Rannsóknarstofa sjúkrahússins í Hvidovre í Danmörku hefur nú lokið greiningu nær allra þeirra sýna sem fóru ógreind frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þegar heilsugæslan tók við ábyrgð á framkvæmd skimana um áramótin.

Eftir tvær vikur verður búið að vinna upp alla seinkun, að því er kemur fram á vef heilsugæslunnar.

Þegar hafa verið póstlögð um 2.300 svarbréf þar sem konum er gerð grein fyrir niðurstöðu greiningarinnar. Örfá til viðbótar fara í póst næstu daga. Á næstu dögum ætlar heilsugæslan að hafa samband við þær konur sem þurfa á frekari skoðun að halda.

„Okkur þykir mjög leitt að þessi seinkun hafi valdið óþarfa áhyggjum og erum þess fullviss að þjónustan muni á næstunni verða bæði betri og hraðvirkari en fyrr,“ segir á vefnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert