Telja sig vita hver hótaði

Frá aðgerðum lögreglu við MH í morgun.
Frá aðgerðum lögreglu við MH í morgun. mbl.is/KHJ

Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt og því fellur skólahald þar niður framan af degi. Aðgerðum lögreglu í og við skólann er lokið.

Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni, en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Um leið og lögreglu var tilkynnt um málið brást hún þegar við og gripið var til viðeigandi ráðstafana, sem miðuðu að því að leita af sér allan grun, kemur fram í tilkynningunni.

Aðgerðum á vettvangi er lokið og hafa skólastjórnendur verið upplýstir um það, en þeir taka ákvörðun um skólahald í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert