Skera upp herör gegn glæpahópum

Áslaug Arna boðar frekari aðgerðir gegn glæpahópum.
Áslaug Arna boðar frekari aðgerðir gegn glæpahópum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögregla telur að 15 skipulagðir glæpahópar séu starfandi í landinu, en skipulögð brotastarfsemi hefur mjög færst í aukana undanfarin ár. Þeir eru af mörgu þjóðerni og starfa flestir innan lands sem utan.

Við því hefur verið brugðist, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og boðar frekari aðgerðir og fjárframlög í því skyni á næstunni, en sérstakt 350 milljóna króna framlag í löggæslusjóð verður veitt til þess að efla lögregluna á þessu sviði.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein sem dómsmálaráðherra ritar í Morgunblaðið í dag. Hún segir ekki nóg að horfa til glæpastarfseminnar einnar, því margir hópanna stundi jafnframt löglegan rekstur af ýmsu tagi, gagngert til þess að þvo illa fengið fé eða stuðla að frekari glæpum. Hóparnir eru af ýmsu þjóðerni og starfa flestir bæði innanlands og utan.

Fram kemur að ríkislögreglustjóra hafi verið falið síðastliðið haust að efla samstarf og samhæfingu innan lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi, í þeirri baráttu þurfi að samnýta mannafla og búnað og lögreglan verði að hafa þekkingu og getu til að fást við umfangsmikil, flókin og þaulskipulögð mál.

Sérstakur stýrihópur hefur verið settur á laggirnar til þess að koma því í kring, en í honum sitja fulltrúar helstu lögregluembætta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert