„Ég var að vinna tvær milljónir í happdrætti DAS!“

Viðja Jónasdóttir nældi sér í tvær milljónir hjá DAS.
Viðja Jónasdóttir nældi sér í tvær milljónir hjá DAS. mbl.is/Golli

Viðja Jónasdóttir, 25 ára meistaranemi í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands, vakti kærasta sinn með orðunum: „Ég var að vinna tvær milljónir í happdrætti DAS!“ um leið og henni bárust gleðifregnirnar.

„Hann fór bara að hlæja og hélt að þetta væri símaat,“ segir hún í samtali við mbl.is en svo var aldeilis ekki – haft hafði verið samband við Viðju þremur vikum áður en hún hlaut aðalvinninginn skattfrjálst, og henni boðið að taka þátt í happdrættinu.

Hún hafði þá ákveðið að slá til enda gott tækifæri til þess að styðja við góðan málstað. Svo fór að hún vann, eins og áður sagði.

Hvernig hyggstu ráðstafa vinningnum?

„Ég reikna með því að setja hann í íbúðalánasjóðinn. En kannski leyfir maður sér eitthvað,“ sagði Viðja í samtali við mbl.is.

Henni finnst sjálfsagt mál að vekja athygli á því góða starfi sem unnið er hjá DAS og styðja við aðstandendur þess með því að taka þátt í happdrættinu.

Viðja Jónasdóttir.
Viðja Jónasdóttir. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert