Ölvuð og próflaus í Kópavogi

Alls urðu fimm umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Alls urðu fimm umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Umferðaróhapp varð í Kópavogi í dag þar sem ekið var á ljósastaur. Ökumaður og farþegi reyndust minni háttar slasaðir eftir áreksturinn og var fólkið flutt á slysadeild til aðhlynningar.

Í framhaldinu voru ökumaður og farþegi vistaðir í fangaklefa. Bæði voru þau ölvuð og án ökuréttinda, að því er kemur fram í dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig var ökumaður stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur sem er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að sýnatöku lokinni.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu í verslun í miðbæ Reykjavíkur þar sem maður var að stela vörum. Lögregla afgreiddi málið með vettvangsskýrslu.

Fjögur önnur umferðaóhöpp urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag, öll slysalaus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert