Umferð gengið vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður

Hægt er að fylgjast með færð á landinu í gegnum …
Hægt er að fylgjast með færð á landinu í gegnum vefmyndavélar Vegagerðarinnar. Eins og sést á þessari mynd af Öxnadalsheiði er færðin erfið og skyggnið slæmt. Ljósmynd/Vegagerðin

Engin umferðaróhöpp hafa orðið og lítið hefur farið fyrir hraðakstri í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Þetta segir varðstjóri lögreglunnar í samtali við mbl.is.

Margir lögðu leið sína norður um helgina í skíðaferðir en urðu fyrir vonbrigðum þegar komið var í Hlíðarfjall enda var lokað í fjallinu vegna veðurs um helgina.

Gul viðvörun tók svo gildi á Norðurlandi vestra klukkan níu í morgun. Suðvestanstormur 15-23 m/s gengur nú yfir svæðið með éljagangi og lélegu skyggni. Hvassir vindstrengir eru við fjöll og í éljahríðum og gerir veðrið akstursskilyrði mun erfiðari en ella.

Þrátt fyrir það hefur, eins og áður segir, umferð gengið vonum framar samkvæmt varðstjóra lögreglunnar. Umferðin er nokkur en þó ekki jafn mikil og síðustu tvær helgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert