Vitnaleiðslur þótt ekki hafi verið farið í mál

Gríðarlegt vatnstjón varð í Háskóla Íslands í janúar. Vatn flæddi …
Gríðarlegt vatnstjón varð í Háskóla Íslands í janúar. Vatn flæddi um alla ganga. Kristinn Magnússon

Í morgun fóru fram skýrslutökur vegna lekans sem fór illa með húsakynni Háskóla Íslands. Teknar voru skýrslur af fulltrúum Veitna, VÍS, Mannvits, SS Verktaks, TM trygginga og Varðar trygginga.

Háskóli Íslands er sóknaraðili í málinu og fóru vitnaleiðslur fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Tilgangur skýrslutöku í morgun snýr að því að afla gagna og sannana ef upp kemur ágreiningur um það hver beri ábyrgð í málinu. Skýrslutakan byggir á heimild í einkamálum um að hægt sé afla sönnunargagna án þess að til málshöfðunar hafi verið gripið.

Skýrslutökur fóru fram í dag.
Skýrslutökur fóru fram í dag. Þór

Hugsanlegan ágreining má rekja til þess gríðarlega vatnstjóns sem varð í Háskóla Íslands.  Talið er að um 2.250 tonn af vatni hafi lekið út og um bygg­ing­ar skól­ans áður en tókst að stöðva lek­ann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert