Pósturinn varar aftur við netsvindli

AFP

Pósturinn varar aftur við því að óprúttnir aðilar séu að senda tölvupósta í nafni Póstsins í þeim tilgangi að komast yfir kortaupplýsingar. Tilraunir til slíks hafa verið algengar síðasta árið og hafa nú verið gerðar aftur.

Pósturinn áréttar að það sé mikilvægt að smella ekki á hlekki sem fylgja slíkum tölvupóstum og það eigi alls ekki að gefa upp persónuupplýsingar eða kortanúmer.

Mikilvægt er að fullvissa sig um að sending sé raunveruleg. Sendingarnúmer frá Póstinum eru 13 stafir, þar af tveir bókstafir fremst og tveir aftast með tölustöfum á milli. Margir svikapóstar innihalda einnig slík númer þannig að mikilvægt er að fólk sýni aðgát.

Til að fullvissa sig um að sending sé í kerfi Póstsins er hægt að fara á heimasíðu fyrirtækisins, smella á „Finna sendingu“ og leita þar að sendingarnúmeri eða skrá sig inn á http://minn.postur.is/.

Þá bendir Pósturinn á vefsíðu þar sem fjallað er um netsvindl.

Svikahrappar eru enn og aftur að reyna komast yfir viðkvæmar …
Svikahrappar eru enn og aftur að reyna komast yfir viðkvæmar upplýsingar með því að senda tölvupósta í nafni Póstsins. Mynd/mbl.is
Mikilvægt er að fólk staðfesti að það eigi pakka hjá …
Mikilvægt er að fólk staðfesti að það eigi pakka hjá Póstinum áður en smellt er á hlekki sem fylgja tölvupóstum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert