Skjálftinn skók Hæstarétt

Helgi Magnús Gunnarsson í dómsalnum í morgun.
Helgi Magnús Gunnarsson í dómsalnum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálftinn sem varð upp úr klukkan ellefu í morgun fannst vel í Hæstarétti þegar tekið var fyrir áfrýjunarmál Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa.

Í miðju andsvari Helga Magnúsar Gunnarssonar aðstoðarríkissaksóknara, að loknum málflutningi hans og verjandans Harðar Felix Harðarsonar, hristist allt og skalf inni í dómsal 1.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir að hafa þurft að hætta í miðri setningu notaði Helgi Magnús tækifærið að loknum skjálftanum og sagðist njóta fulls stuðnings náttúruaflanna í því sem hann vildi koma á framfæri.

Hann hélt síðan ótrauður áfram með andsvar sitt en skjálftinn mældist 3,8 að stærð.

Helgi Magnús (til hægri) ásamt verjandanum Herði Felix.
Helgi Magnús (til hægri) ásamt verjandanum Herði Felix. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert