Stærsti skjálftinn í rúma tvo sólarhringa

Jarðskjálftahrinan hófst miðvikudaginn 24. febrúar.
Jarðskjálftahrinan hófst miðvikudaginn 24. febrúar. Kort/mbl.is

Jarðskjálfti sem reið yfir klukkan 8.54 var 4,5 að stærð samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftinn er á svipuðum slóðum og fyrri skjálftar, við Fagradalsfjall. 

Skjálftinn fannst víða á suðvesturhorni landsins líkt og aðrir skjálftar af þessari stærð á Reykjanesi. Órói hefur ekki byrjað aftur samhliða skjálftanum.

Þetta er stærsti skjálfti síðan 2. mars kl. 03.05 en sá var 4,6 að stærð.

Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert