Veit ekki hvort bólusetningaáætlun standist

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi dagsins. Ljósmynd/Almannavarnir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki getað svarað því hvort að bólusetningaáætlun stjórnvalda, sem kveður á um að 190 þúsund manns verði bólusettir fyrir lok júnímánaðar, geti gengið eftir miðað við núverandi gagn bólusetningar. 

Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að von væri á 34 þúsund skömmtum af bóluefni frá Pfizer, sem dugir til að bólusetja 17 þúsund manns, í apríl. Ekki væri komin afhendingaráætlun frá öðrum framleiðendum fyrir aprílmánuð.

Aðspurður hvort að hann teldi líklegt að að áætlunin um 190 þúsund bólusetta fyrir júnílok gæti gengið eftir miðað við raunverulega stöðu bólusetninga hér á landi svaraði Þórólfur hreinlega: „Ég veit það ekki.“

Enn fremur sagði Þórólfur: „Ég vil bara binda mig við að hafa sagt það allan tímann, varðandi spá fram í tímann, þá held ég mig við þá dreifingaráætlun sem er í gangi. Við erum að sjá breytingar á núverandi dreifingaráætlun til dæmis frá AztraZeneca, það er verið að draga úr og bæta aftur í, svo að maður veit aldrei hvað gerist.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert