Í sjálfheldu á Ingólfsfjalli

Ingólfsfjall.
Ingólfsfjall. mbl.is/Guðmundur Karl

Rétt fyrir klukkan 14 í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út eftir að Neyðarlínu barst tilkynning frá konu sem er í sjálfheldu ofarlega á Ingólfsfjalli fyrir ofan bæinn Alviðru.

Segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg að bæði lögregla og björgunarsveitarfólk sé komið í hlíðar fjallsins og sé að vinna sig upp að konunni. Konan sé óslösuð en hafi hrasað af gönguleið en virðist á erfiðum stað og treystir sér því ekki sjálf niður.

Líklegt er að notast þurfi við fjallabjörgunarbúnað til að tryggja öryggi fólks á leið niður Ingólfsfjall. Veðrið er þó gott á vettvangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert