Jarðskjálfti upp á 5 stig

Fagradalsfjall.
Fagradalsfjall. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 stig, varð klukkan 2.01 í nótt. Upptök skjálftans voru við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga.

Um tuttugu mínútum áður varð jarðskjálfti af stærð 4,1 á sömu slóðum. Um klukkutíma fyrir þann skjálfta reið yfir minni skjálfti, af stærð 3,8 og einnig við Fagradalsfjall.

Sjö skjálftar yfir 3 stig hafa orðið eftir miðnætti í nótt og áttu þeir allir upptök sín við Fagradalsfjall.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert