Mikil virkni og órói mældist í tuttugu mínútur

Jarðskjálftavirknin er undir Fagradalsfjalli.
Jarðskjálftavirknin er undir Fagradalsfjalli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli jókst umtalsvert í gærkvöldi og stóð sú aukna virkni yfir frá um klukkan 18-23. Rétt eftir miðnætti, eða um klukkan 00.22, hófst órói sem stóð yfir í um 20 mínútur.

Skömmu síðar mældist skjálfti af stærð 3,8. Talsverð virkni var eftir þann skjálfta, meðal annars mældist skjálfti af stærð 3,0 kl. 00.55.

Klukkan 01.40 varð skjálfti af stærð 4,1 og nokkru seinna, klukkan 02.02, mældist skjálfti af stærð 5,0.

Frá þessu greinir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Í kjölfar stærsta skjálftans hafa mælst fjórir jarðskjálftar yfir 4 að stærð og margir skjálftar yfir 3 að stærð. Enginn órói hefur mælst síðan hans varð vart eftir miðnætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert