Tveimur göngukonum bjargað við Ljósufjöll

Björgunarsveitir aðstoðuðu konurnar við að komast neðar í fjallgarðinn þar …
Björgunarsveitir aðstoðuðu konurnar við að komast neðar í fjallgarðinn þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar gat lent. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir aðstoðuðu í gær tvær konur sem höfðu slasast á göngu við Ljósufjöll á Snæfellsnesi.

Hafsteinn Ingi Viðarsson, hjá björgunarsveitinni Lífsbjörg, segir í samtali við mbl.is að konurnar hafi verið í gönguhópi þegar þær runnu niður hlíð. Slysið var ekki alvarlegt en þó nóg til þess að þær gátu ekki gengið vegna áverka.

Mikil þoka var á svæðinu og klaki í hlíðinni. Vegna þess hve lágskýjað var komst þyrla gæslunnar ekki á svæðið en hópar björgunarsveita ásamt sjúkraflutningamönnum fóru á beltatækjum, fjórhjólum, sexhjólum og bíl Lífsbjargar.

Fluttu þeir konurnar neðar í fjallgarðinn þar sem þyrla Gæslunnar gat lent og flutt þær suður til Reykjavíkur.

Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert