Engin merki um óróa

Frá miðnætti hafa mælst um 500 jarðskjálftar á Reykjanesskaga, færri en undanfarnar nætur og engin merki voru um óróa. Stærsti skjálftinn var 3,3 að stærð kl. 00:34.

Virknin var mest við Fagradalsfjall en einnig mældust skjálftar við Reykjanestá, Þorbjörn og Trölladyngju.

Í gær, sunnudag, mældust um 2.800 jarðskjálftar á skaganum, þar af hafa um 300 skjálftar verið yfirfarnir. Stærsti skjálftinn mældist 5 að stærð kl.02:01 og fannst víðs vegar á SV-horninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert