Íbúar Suðurnesja fylgist með gasmælum

Gasmengunarspá um miðjan dag í dag.
Gasmengunarspá um miðjan dag í dag. Skjáskot

Gasmengun frá eldgosinu í Geldingadölum mun leggja yfir byggð á Suðurnesjum í dag samkvæmt gasmengunarspá Veðurstofu Íslands. 

„Það er suðaustanátt svo að gasmengunin blæs í átt að Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði og yfir norðvestanverðan Reykjanesskaga í dag. Í kvöld ætti mengunin að fara beint í vestur sem er nokkuð óbyggt svæði. Á morgun á þetta að leggja aftur yfir norðvestanverðan Reykjanesskagann,“ segir veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. 

Líkur eru á háum gildum á svæðinu og mælir Veðurstofa með að íbúar þessa svæðis fylgist vel með gasmælingum næstu sólarhringa.

„Þetta er ekki líklegt til að hafa áhrif á þá sem eru ekki með viðkvæm öndunarfæri en það er mikilvægt að fylgjast með mælingum. Sérstaklega mikilvægt er fyrir fólk með viðkvæm öndunarfæri að forðast áreynslu utandyra meðan á mengun stendur,“ segir veðurfræðingur á vakt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert