Sandur yfir borginni frá Markarfljóti

Mynd tekin úr gervitungli NASA kl. 14.20 í dag.
Mynd tekin úr gervitungli NASA kl. 14.20 í dag. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Svikryksmengunin sem margir urðu líklega varir við í dag er ekki af völdum eldgossins heldur hefur laust jarðefni fokið í strekkingsvindi við Markarfljót og borist til höfuðborgarsvæðisins með aust-suð-austanáttinni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands.

Á fallegri mynd sem Veðurstofan birti og tekin var úr gervitungli NASA fyrr í dag má sjá að við ósa Markarfljóts fýkur jarðefnið upp og berst til höfuðborgarsvæðisins.

Rauða örin bendir á ósa Markarfljóts þar sem jarðefni fýkur …
Rauða örin bendir á ósa Markarfljóts þar sem jarðefni fýkur upp. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Loftgæði síðdegis mældust lítil vegna svifryksmengunar samkvæmt mælum Umhverfisstofnunar.

Þessi fallega mynd var tekin úr gervitungli NASA kl. 14:20 í dag (12. apríl). Ef myndin er stækkuð sést að við ósa...

Posted by Veðurstofa Íslands on Mánudagur, 12. apríl 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert