Baldur í slipp í maí

Breiðafjarðarferjan Baldur verður tekin í slipp í maí.
Breiðafjarðarferjan Baldur verður tekin í slipp í maí. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ferjan Baldur mun fara í slipptöku í byrjun maí, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sæferðum. Þar segir að um sé að ræða hefðbundna og reglubundna slipptöku sem framkvæmd er á þurru landi annað hvert ár.

Slipptakan fer fram í Reykjavík frá 3. maí og gera áætlanir ráð fyrir um tveimur vikum og að ferjan verði komin aftur í áætlun mánudaginn 17. maí.

Í fjarveru Baldurs mun farþegaskip Sæferða, Særún, sigla til Flateyjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert