Túlkar tölur dagsins með varúð

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki eru öll kurl komin til grafar varðandi kórónuveirusmit síðustu daga en í gær greindist eitt smit og var viðkomandi í sóttkví. Daginn áður greindust þrjú smit, öll utan sóttkvíar, og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að smitum gæti fjölgað í tengslum við þau.

„Töluverður fjöldi fór í sóttkví vegna smita í fyrradag og það geta átt eftir að koma fleiri smit vegna þeirra. Maður þarf að túlka tölur eins dags með varúð og horfa á þetta í víðara samhengi en þetta er engu að síður gott,“ segir Þórólfur við mbl.is.

Eins og greint var frá í gær taka tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands gildi á morgun. Spurður hvort hann hafi einhverjar áhyggjur af þeim segir sóttvarnalæknir að áhyggjur fyrir fram hafi ekkert upp á sig.

„Þetta er búið að vera þannig ferli allan tímann að maður veit ekki alveg hvað gerist þegar verið er að herða eða aflétta. Við reynum að gera þetta eftir bestu getu og við erum að nýta okkur reynsluna frá fyrir afléttingum núna og vonum að það muni skila sér.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert