Sekta ekki vegna nagladekkja í apríl

Skipt um dekk.
Skipt um dekk. mbl.is/Árni Sæberg

Þeir sem aka á nagladekkjum þurfa ekki að búast við því að verða sektaðir á næstu dögum þó að frá og með deginum í dag, 15. apríl, sé óheimilt að nota nagladekk.

Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti þetta í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að í reglugerð um þetta sé reiknað með mati á akstursaðstæðum hverju sinni og hér á landi sé allra veðra von. Þar spili inn í að horft sé til suðvesturhorns landsins alls í þessu tilliti. Því sé staðan jafnan skoðuð fyrstu vikuna í maí og í kjölfarið auglýst hvenær búast megi við því að ökumenn á nöglum verði sektaðir. Sektir við slíkum brotum nema 20 þúsund krónum á hvert dekk.

Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Samgöngufélagsins sem sent var fjölmiðlum segir að lögregluembætti hafi með sér samráð vegna þessa þar eð suðvesturhorn landsins sé orðið eitt atvinnusvæði. Engar verklagsreglur hafi verið gefnar út vegna þessara ákvarðana og yfirlit hafi ekki verið haldið um tímasetningar síðustu ár. Enn fremur segir að ríkislögreglustjóri geri ekki athugasemdir við það verklag sem haft er um beitingu sekta við notkun nagladekkja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert