Töluverð rigning sunnan- og vestanlands

Spáð er rigningu sunnan- og vestanlands í dag.
Spáð er rigningu sunnan- og vestanlands í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útlit er fyrir töluverða rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Spáð er vaxandi suðaustanátt, víða verða 13-20 metrar á sekúndu eftir hádegi.

Rigning verður um landið sunnan- og vestanvert og sums staðar talsverð rigning, en úrkomulítið norðaustan til. Hiti verður á bilinu 6 til 14 stig, hlýjast norðanlands.

Á morgun verða sunnan og suðvestan 13-18 m/s og rigning eða skúrir, en bjartviðri um landið norðaustanvert. Hiti verður á bilinu 3 til 7 stig, en 7 til 14 stig norðan- og austanlands. Dregur úr vindi og kólnar síðdegis með slydduéljum norðvestan til.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert