Mikilvægt að fólk fari varlega

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikilvægt er að fólk sem fer á gossvæðið í dag fari varlega því mikið hraunflæði er í kringum upphaflega gíginn í Geldingadölum. Tveir til þrír hópar frá björgunarsveitum verða á vakt í dag ásamt lögreglunni, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Hraun hefur runnið yfir endann á gönguleið A þegar komið er inn á gossvæðið. Um leið og þangað er komið sér fólk stöðu mála.

Engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingu á gönguleiðinni, segir Davíð Már.

Eftirlit björgunarsveitar og lögreglu á gossvæðinu hefst klukkan 12 og stendur yfir til miðnættis. Rólegt hefur verið á svæðinu í morgun og hafa engar tilkynningar borist um bílaröð. Veðrið er jafnframt að skána.

„Þetta er góð byrjun á enn einum deginum við gosstöðvarnar. Þetta gengur áfram sinn vanagang,“ segir hann.

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert