Ók á 193 kílómetra hraða

Lögregla stöðvaði í nótt bifreið í Reykjavík, en ökumaðurinn er grunaður um of hraðan akstur. Bifreiðin var mæld á 193 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar. Vegna ungs aldurs ökumanns var foreldrum hans og barnavernd gert viðvart um málið. 

Þá var ökumaður stöðvaður á 151 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar síðdegis í gær, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 

Skömmu eftir klukkan 22 í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu í verslun í miðbænum vegna slagsmála. Klukkan 22:32 var einnig tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. 

Þá var skömmu fyrir klukkan 3 í nótt tilkynnt um umferðarslys þar sem ekið hafði verið á ljósastaur. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og er vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins eftir að hafa áður verið færður til skoðunar á bráðamóttöku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert