Vara við skafrenningi og hálku

Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði.
Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. mbl.is/Gunnlaugur

Vegagerðin varar við skafrenningi og hálkublettum á fjallavegum, en vegfarendur hafa orðið varir við þó nokkra hálku á Holtavörðuheiði. Þá er einnig nokkuð um hvassviðri á svæðinu eða um 22 metrar á sekúndu.

Á Norðurlandi er vakin athygli á hálkublettum á Öxnadalsheiði og Vatnsskarði.

Krapi er á Steingrímsfjarðarheiði og víða hálka eða hálkublettir á fjallvegum á Vestfjörðum. Snjóþekja er á Dynjandisheiði og á veginum niður í Trostansfjörð.

Varað við hreindýrum

Vegfarendur á Suðausturlandi eru beðnir að sýna aðgát þar sem hreindýrahjörð hefur sést á Breiðamerkursandi. Þetta á einnig við um vegfarendur á Austurlandi og hefur sést til hreindýrahjarða á Fagradal, við álverið á Reyðarfirði, við Djúpavog og í Lóni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert