Gróft ofbeldi meðal unglinga eykst

Sérfræðingur í Foreldrahúsi segir færast í vöxt að unglingar beiti grófu ofbeldi í garð jafningja sinna. Í starfi sínu hefur Guðrún Ágústa Ágústsdóttir orðið vör við þessa aukningu og jafnframt er hún slegin óhug yfir hversu alvarleg málin eru. 

Hún þekkir mörg dæmi þess að unglingar og börn niður í tólf ára aldur hafi fengið alvarlega áverka eftir átök með vopnum og bareflum. Aukning þessara mála hefur meðal annars leitt til þess að starfsmanni var bætt við í þennan málaflokk í Foreldrahúsi.

Guðrún Ágústa er gestur Dagmála hér á mbl í dag og þar ræðir hún þessa þróun við Eggert Skúlason. Dagmál eru aðgengileg fyrir áskrifendur Morgunblaðsins og mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert