Pysjum sleppt eftir sjúkrahúsvist

Farið var með pysjurnar út í Stórhöfða í hundabúri og …
Farið var með pysjurnar út í Stórhöfða í hundabúri og gengu þær þaðan flestar út, könnuðu aðstæður áður en þær tóku flugið út á sjó. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson

Þegar haustar að í Vestmannaeyjum má sjá krakka á öllum aldri fara um á kvöldin og fram á nótt með vasaljós í leit að lundapysjum. Koma þær úr fjöllum í kringum bæinn. Hafa tekið flugið út í lífið en ekki náð út á sjó.

Þá koma krakkarnir til bjargar, fanga pysjurnar og sleppa daginn eftir. Fastur liður í bæjarlífinu í ágúst og september. Það er því nýlunda að þeim sé sleppt á sjóinn þegar langt er liðið á apríl. Það var reyndin í gær þegar milli 30 og 40 pysjum var sleppt í Stórhöfða. Hafa þær verið í meðferð í vetur vegna olíubleytu en í allt var komið með yfir 250 olíublautar pysjur í haust.

Sea Life Trust-safnið í Vestmannaeyjum, sem er heimkynni mjaldranna, Litlu-Hvítar og Litlu-Grár, kom að krafti inn í Pysjueftirlitið sem frá árinu 2003 hefur mælt, vigtað og haldið skrá yfir fjölda pysja sem finnast í bænum. Síðasta haust fór að bera á olíu í höfninni og var komið með olíublauta fugla á safnið sem varð bæði sjúkrahús og endurhæfingarstöð fyrir lundapysjurnar. Í allt voru það yfir 250 fuglar og þurftu um 39 þeirra meðferð í vetur.

„Þegar pysjurnar komu til okkar í september voru sumar mjög illa farnar, olíublautar og útataðar í fitu og ljóst að þær þyrftu mikla umönnun til þess að halda þeim á lífi. Ástand sumra var það slæmt að ekki var hægt að sleppa þeim strax. Höfðu fjaðrirnar tapað algjörlega eiginleikanum til að hrinda frá sér vatni. Þær áttu ekki möguleika í sínu náttúrulega umhverfi á úthafinu og urðum við því að gera okkar allra besta til að reyna að skapa þeim aðstæður sem tók mið af ástandi þeirra,“ segir Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Sea Life Tust, griðarstað mjaldra í Vestmannaeyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert