Húsnæðisverð hækkar hraðar en lægstu laun

Íbúðaverð á höfuðbrogarsvæðinu hefur hækkað um 8,9% á síðustu tólf …
Íbúðaverð á höfuðbrogarsvæðinu hefur hækkað um 8,9% á síðustu tólf mánuðum. mbl.is

Verð 85 fermetra íbúðar er á við tólfföld lágmarkslaun en árið 2011 var sams konar íbúð á við tíföld lágmarkslaun. Borið saman við neðri fjórðungsmörk hefur hlutfallið einnig hækkað og kostar 85 fm íbúð nú um níföld laun í neðri fjórðungsmörkum borið saman við tæplega sjöföld árið 2011. Sé litið á meðallaun kostar íbúð nú um sjöföld meðallaun.

Íbúðarverð hefur hækkað um 8,9% á höfuðborgarsvæðinu á síðustu tólf mánuðum, eftir að hafa staðið í stað í kjölfar útbreiðslu heimsfaraldursins. 

Mánaðaryfirlit ASÍ um þróun húsnæðismarkaðarins kom út í dag. 

Hækkun leiguverðs dró úr kaupmætti

Á uppgangsárum ferðaþjónustu hér á landi, á árunum eftir efnahagshrunið, hækkaði leiguverð mjög umfram launaþróun. Árið 2011 var leiguverð á mánuði fyrir 85 fermetra íbúð í Reykjavík um 58% af mánaðartekjum þeirra í neðri fjórðungsmörkum og 43% af meðallaunum. 

Árið 2018 var leiguverð sams konar íbúðar komið upp í 71% af mánaðartekjum fyrir fólk í neðri fjórðungsmörkum og 52% af meðallaunum. Síðan þá hefur hægt á vexti leiguverðs ásamt því að breyting á húsnæðisbótum árið 2017 jók stuðning til leigjenda, eins og segir í yfirliti ASÍ. Þar segir einnig að þróunin sýni hins vegar hvernig húsnæðismarkaður þrengdi að kjörum launafólks, samhliða uppgangi ferðaþjónustu og fjölgunar íbúða í langtímaleigu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert