Tveir sjúkrabílar fóru að gosstöðvunum í kvöld

Samkvæmt blaðamanni mbl.is, sem fór að gosstöðvunum í kvöld, var …
Samkvæmt blaðamanni mbl.is, sem fór að gosstöðvunum í kvöld, var margt um manninn. Þessi mynd var tekin í dag. mbl.is/Gunnlaugur

Tveir sjúkrabílar voru kallaðir út að gosstöðvunum í Geldingadölum í kvöld, annars vegar vegna gruns um fótbrot og hins vegar vegna veikinda göngumanns á svæðinu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Davíð segir að kona hafi slasast við gosstöðvarnar og að grunur hafi leikið á um að hún væri fótbrotin. Um tvær klukkustundir tók að flytja konuna að upphafi gönguleiðar að gosinu þar sem sjúkrabíll flutti hana á sjúkrahús. 

Þá var annar einstaklingur fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús vegna veikinda sem komu upp á meðan viðkomandi var enn við upphaf gönguleiðarinnar.

Blaðamaður mbl.is er á staðnum og tók myndir af björgunarsveitarmönnum við störf á fjórhjólum. Að hans sögn virðast aðgerðir vera minniháttar. 

Davíð segir að slys og veikindi sem þessi komi upp reglulega við gosstöðvarnar eins og búast má við þegar margir leggja sama land undir fót. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu hafa um 65 þúsund manns lagt leið sína að gosinu, þar af átta þúsund bara á síðastliðinni viku. 

Björgunarsveitarfólk við störf í dag.
Björgunarsveitarfólk við störf í dag. mbl.is/Gunnlaugur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert