Una María vill leiða Miðflokkinn í Kraganum

Una María Óskarsdóttir.
Una María Óskarsdóttir. Ljósmynd/Þórður Arnar Þórðarson

Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gefur kost á sér í 1.-2. sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Una María er uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur, búsett í Kópavogi en uppalin á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu.

Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður er núverandi oddviti flokksins í kjördæminu.

Ég hef langa reynslu af félags- og stjórnmálastörfum, m.a. sem forseti Kvenfélagsasambands Íslands, ritstjóri Skinfaxa málgagns Ungmennafélags Íslands, sem varaþingmaður, varabæjarfulltrúi, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs, forvarnanefndar og janfréttisnefndar. Sem fulltrúi í skipulagsnefnd, menningar- og þróunarráði og í skólanefnd. Ég hef starfað í fjórum ráðuneytum, sem aðstoðarmaður ráðherra í umhverfisráðuneyti, sérfræðingur í forvörnum í heilbrigðisráðuneyti, verkefnisstjóri nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum í félagsmálaráðuneyti og verkefnisstjóri ráðherranefndar um lýðheilsu hjá Embætti landlæknis og í forsætisráðuneyti.

Það á enginn neitt í pólitik og þar sem ég hef fengið hvatningu - og úr öllum kjördæmum hef ég ákveðið að láta slag standa og bjóða áfram fram krafta mína í þágu Miðflokksins. Ég hlakka til að vinna áfram með öllu því góða fólki sem með flokknum starfar,“ segir Una í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert