Brautryðjandinn til fyrra horfs

Brautryðjandinn á Austurvelli hefur verið hreinsaður og færður til upprunalegs …
Brautryðjandinn á Austurvelli hefur verið hreinsaður og færður til upprunalegs horfs. mbl.is/sisi

„Þetta gekk bara mjög vel,“ segir Sigurður Trausti Traustason, umsjónarmaður safneignar Listasafns Reykjavíkur, um viðgerð á listaverkinu Brautryðjandanum, eftir Einar Jónsson, á fótstalli styttunnar af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. mánudag voru skemmdir unnar á listaverkinu með því að spreyja á það með gylltri málningu. Um er að ræða afsteypu af þekktri lágmynd Einars, sem er í safni hans á Skólavörðuholtinu.

Að sögn Sigurðar var brugðist hratt við um leið og fregnaðist af skemmdarverkinu og með aðstoð og ráðgjöf forvarðar Listasafns Reykjavíkur unnu tveir menn heilan dag við að hreinsa listaverkið. Segir Sigurður að tekist hafi nokkuð vel til og vonir standi til að lágmyndin sé komin í upprunalegt horf. Viðgerðinni lauk í gær með því að Brautryðjandinn var húðvarinn með sérstöku efni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kveðst Alma Dís Kristinsdóttir, safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar, ánægð með hve hratt og vel var brugðist við að fara í lagfæringar á verkinu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi samið við Listasafn Reykjavíkur um að ráðast í það verkefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert