Sinueldur kom upp á Laugarnesi

Eldurinn kom upp á Laugarnesi.
Eldurinn kom upp á Laugarnesi. Ljósmynd/Berglind Sölvadóttir

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út síðla kvölds vegna sinuelds sem upp hafði komið á Laugarnesi í Reykjavík.

Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir að það hafi tekið aðeins um fimmtán mínútur að ráða niðurlögum eldsins.

Nokkur útköll vegna gróðurelda eru að baki síðustu daga. Slökkviliðið var kallað tvisvar út í dag, einu sinni á fimmtudag og tvisvar á miðvikudag vegna gróðurelda.

Slökkviliðið slökkti fumlaust eldinn.
Slökkviliðið slökkti fumlaust eldinn. Ljósmynd/Þorsteinn Ingi

Var búið að lofa rigningu 14. maí

Þessu veldur fordæmalítið þurrviðri, sem lítur ekki út fyrir að taka muni enda í bráð.

„Þetta er ekki gott fyrir gróðurinn,“ segir Sigurjón.

„Það var búið að lofa okkur rigningu 14. maí. En nú er búið að loka fyrir það. Þannig að ég veit hreinlega ekki hvenær það á eiginlega að rigna næst.“ 

Þurrviðri hefur ríkt síðustu daga.
Þurrviðri hefur ríkt síðustu daga. Ljósmynd/Leifur Wilberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert