Tæplega þriðjungur fólks á vinnualdri á ekki rétt á orlofi

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. Ljósmynd/mbl.is

Tæplega þriðjungur fólks á vinnualdri á ekki rétt á fullu orlofi í sumar. Fullt orlof er skilgreint sem 24 launaðir frídagar.

Gallup framkvæmdi netkönnunina fyrir hönd ASÍ. Alls svöruðu 824 og af þeim áttu 278 ekki rétt á téðu orlofi. Af þeim 278 vísa rúmlega 55% svarenda til þess að þeir hafi ekki verið í starfi síðastliðna 12 mánuði en 8,3% sögðust sjálfstætt starfandi. 5,8% þeirra segjast ekki eiga rétt á fullu orlofi vegna starfsskerðingar í kjölfar hlutabótaúrræðis ríkisstjórnarinnar. Rúmlega 14% vísuðu til annarra þátta eins og þess að hafa nýlega hafið störf eða þess að álagið væri mest á sumrin. 

Af könnuninni leiðir að fleiri karlmenn en konur eigi rétt á fullu orlofi, starfsmenn hins opinbera eru einnig líklegri til að eiga rétt á slíku orlofi en þeir sem vinna á hinum almenna markaði.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert