Stefnt að afléttingu eftir helgi

Ljósmynd/Tindastoll.is

Sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar er vongóður um að það takist að ná utan um hópsýkingu kórónuveirunnar í héraðinu og hægt verði að koma lífinu í eðlilegri farveg á mánudag.

Í fyrradag greindust tveir með veiruna og hafa þá alls ellefu greinst, allir á Sauðárkróki. Í gærmorgun voru 345 í sóttkví á Norðurlandi vestra, meginhlutinn á Sauðárkróki, og fjöldi fólks er auk þess í sjálfskipaðri sóttkví.

Þeir sem greindust með kórónuveiruna í fyrradag tengjast hópsýkingunni og voru báðir í sóttkví.

„Það er eðlilegt að fólk sé að greinast núna. Það er verið að setja hópa í sóttkví út frá þeim sem greinast og þá þarf að líða ákveðinn tími áður en fólk fer í sýnatöku. Meðganga veirunnar er þannig,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Morgunblaðinu í dag.

Enginn af þeim ellefu sem greinst hafa með kórónuveiruna er alvarlega veikur, að því er sveitarstjórinn best veit.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert