Fimm greindust með smit – allir í sóttkví

Af smitunum fimm greindust alla vega fjögur á Sauðárkróki.
Af smitunum fimm greindust alla vega fjögur á Sauðárkróki. mbl.is/Sigurður Bogi

Fimm greindust með Covid-19-smit innanlands í gær, en allir voru í sóttkví. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum, en ekki eru birtar tölur á vefnum covid.is um helgar því liggja aðeins fyrir bráðabirgðatölur. Í gær staðfesti Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, að fjögur smit hafi greinst í bænum.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, staðfestir í samtali við mbl.is að eitt smitið hafi greinst utan Sauðárkróks.

Til viðbótar greindust tvö smit á landamærum.

Þrátt fyrir fjölda smita í Skagafirði ákvað aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra að óska ekki eftir því að framlengd yrði sú reglu­gerð sem sett var fyr­ir Skaga­fjörð og Akra­hrepp vegna hópsmits sem upp kom á svæðinu. Því munu aðrar sótt­varnaaðgerðir sem aðgerðastjórn greip til og gilda til og með deginum í dag ekki verða fram­lengd­ar. 

Miðað við þennan fjölda hafa 27 smit greinst innanlands síðustu vikuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert