Ólympíuleikar í markaðssetningu á sumarleyfisferðum

Ferðamenni á Skólavörðustíg
Ferðamenni á Skólavörðustíg mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef trú á að ferðamöguleikar Íslendinga verði talsverðir þegar líða fer á sumarið,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

Vonir Íslendinga um að geta ferðast til útlanda virðast smám saman vera að glæðast. Sífellt fleiri lönd búa sig nú undir eða hafa opnað landamærin á ný og bólusetningum gegn kórónuveirunni miðar víða vel, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þessi stóru ferðamannalönd, Spánn, Ítalía, Grikkland, Frakkland, Malta, Krít, Kýpur og fleiri, munu horfa til þess að vera tilbúin í slaginn í júlí og ágúst,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er allt að opnast og ég held að það verði brátt Ólympíuleikarnir í markaðssetningu á milli þessara landa.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert