Jón Gunnarsson í öðru sæti í Kraganum

Jón Gunnarsson, ritari Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson, ritari Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Jón Gunnarsson, ritari Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hafnaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi.

Fjórir sitjandi þingmenn fylla fyrstu fjögur sætin eftir prófkjörið sem fram fór um helgina. 

Lokatölur voru kynntar rétt í þessu. 

Bjarni Benediktsson, formaður og fjármálaráðherra leiðir kjördæmið. Hann bauð sig einn fram til forystu í kjördæminu. 

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður hafnaði í þriðja sæti prófkjörsins. Hún var í því öðru eftir síðustu tölur. 

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Arnþór

Í fjórða sæti hafnaði Óli Björn Kárason, þingmaður.

Í fimmta sæti hafnaði Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari.

Í sjötta sæti hafnaði Sigþrúður Ármann, framkvæmdastjóri.

Greidd atkvæði voru 4772 þar af voru 64 ógild.

Gild atkvæði 4708 skiptust þannig:

Í 1. sæti með 3825 atkvæði í 1. sæti er Bjarni Benediktsson.
Í 2. sæti með 1134 atkvæði í 1.-2. sæti er Jón Gunnarsson.
Í 3. sæti með 1616 atkvæði í 1.-3. sæti er Bryndís Haraldsdóttir.
Í 4. sæti með 1950 atkvæði í 1.-4. sæti er Óli Björn Kárason.
Í 5. sæti með 2261 atkvæði í 1.-5. sæti er Arnar Þór Jónsson.
Í 6. sæti með 2617 atkvæði í 1.-6. sæti er Sigþrúður Ármann.

 

 

Fréttin hefur verðið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert