Fimmtán fengu íslenskan ríkisborgararétt

Alþingi samþykkir lög um að veita fólki ríkisborgararétt, að fenginni …
Alþingi samþykkir lög um að veita fólki ríkisborgararétt, að fenginni tillögu nefndarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingið samþykkti í gær að veita 15 einstaklingum íslenskan ríkisborgararétt, að tillögu allsherjar- og menntamálanefndar. Nú er ljóst að eftirfarandi aðilar eru orðnir íslenskir ríkisborgarar:

  • Akila Ayache, f. 1983 í Alsír
  • Camille Rainer Ólafsson, f. 1946 í Bandaríkjunum.
  • Charlotte Ó. Jónsdóttir Biering, f. 1982 í Suður-Afríku.
  • Claudia Nineth Albir Ferrera, f. 1986 í Hondúras.
  • Diyam Saeed, f. 2019 á Íslandi.
  • Doruk Beyter, f. 1989 í Tyrklandi.
  • Isabel Eulalia Pifarrer Mendez, f. 1983 í Mexíkó.
  • Joseph Thor Hockett, f. 1963 í Bandaríkjunum.
  • Kwaku Bapie, f. 1980 í Gana.
  • Marko Blagojevic, f. 1985 í Serbíu.
  • Mohamad Moussa Al Hamoud, f. 2002 í Sýrlandi.
  • Rana Fjóla Wahba, f. 1999 í Palestínu.
  • Rozhbin Kamal Sharif Sharif, f. 1987 í Írak.
  • Sohrab Hamidy, f. 1997 í Afganistan.
  • Yadiel Smith Encarnacion, f. 2015 í Dóminíska lýðveldinu.

Allsherjar- og menntamálanefnd bárust 209 umsóknir um ríkisborgararétt. Nefndin vinnur úr þessum umsóknum og leggur fyrir þingið lagafrumvarp um að veita tilteknum einstaklingum ríkisborgararétt með lögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert