Grunur um stórfelld skattalagabrot

AFP

Gögn frá Airbnb sem skattrannsóknarstjóri hefur aflað vekja grun um stórfelld skattalagabrot íslenskra skattþegna. 

Alvarleiki brotanna veltur m.a. á fjárhæðum sem ekki hafa verið gefnar upp á skattframtölum, en fjárhæðirnar geta numið tugum milljóna króna að því er fram kemur í Fréttablaðinu. 

Skattrannsóknarstjóri fékk á síðasta ári upplýsingar um rúmlega 25 milljarða greiðslur til íslenskra skattþegna frá Airbnb á Írlandi vegna áranna 2015-2018. 

Þónokkur fjöldi mála verður tekinn til rannsóknar, en nákvæmur fjöldi liggur ekki fyrir. Það fer eftir alvarleika málanna hvort sektarheimildum skattrannsóknarstjóra gæti verið beitt eða mál send til héraðssaksóknara. 

Í febrúar 2018 áætlaði Hagstofa að heildarfjöldi gistinátta á öllum tegundum gististaða væri um 10.500.000 árið 2017, þar af hefðu gistinætur á stöðum sem skipta við Airbnb verið um 1.700.000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert