Vegabætur fylgi sameiningunni

Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi fóru yfir stóru myndina og vegamál með …
Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi fóru yfir stóru myndina og vegamál með tilliti til sameiningar sveitarfélaga með samgönguráðherra. Ljósmynd/Jón Hrói Finnsson

Mikilvægt er að hafist verði handa sem fyrst um miklar samgöngubætur á Suðurlandi, að mati sveitarstjórnarmanna þar, sem funduðu í vikunni með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna vinnu sem nú stendur yfir vegna hugsanlegrar sameiningar sveitarfélaga milli Þjórsár og Skeiðarársands.

„Sameinuð erum við miklu sterkari en í samkeppni,“ segir Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra og formaður verkefnisins Sveitarfélagsins Suðurland, í Morgunblaðinu í dag.

Fimm sveitarfélög eru nú í sameiningarviðræðum: það er Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Kosið verður um sameiningu 25. september nk., samhliða alþingiskosningum.

Á svæðinu, sem hugsanlega gæti orðið eitt sveitarfélag, eru héraðs- og tengivegir, samtals um 1.300 kílómetrar. Af þeim eru um 500 km malarvegir eða 38%. Ef miðað er við áætlanir verða þeir ekki allir lagðir slitlagi fyrr en eftir hálfa öld. Anton Kári Þorsteinsson segir mikla hagsmuni felast í því að bæta úr stöðunni. Um helmingur grunnskólanemenda á svæðinu býr í dreifbýli og ferðast með skólaakstri daglega, mörg langa leið um erfiða vegi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert