HÍ skiptir um merki

„Litur HÍ er blár og í anda stefnunnar nýju um …
„Litur HÍ er blár og í anda stefnunnar nýju um opinn háskóla sem vinnur þvert á einingar.“

Háskóli Íslands hefur breytt um merki í tilefni af afmæli skólans, en 110 ár eru liðin frá stofnun Háskólans. Hið kunnuglega andlit mennta- og viskugyðjunnar Pallas Aþenu verður enn í merkinu.

Merkið fellur betur að stafrænni miðlun sem er orðin helsta birtingin á merkinu og einnig hefur verið sett inn skammstöfunin HÍ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. 

Litur HÍ er blár og í anda stefnunnar nýju um opinn háskóla sem vinnur þvert á einingar. Einn sterkur litur gefur þá mynd að Háskólinn sé án aðgreiningar og hindrana. Þessa dagana er verið að uppfæra útlit fyrir allt samskiptaefni skólans og tekur það formlega við af því gamla 1. október,“ segir Jón Atli Benediktsson rektor í tilkynningunni.

110 ár eru liðin frá stofnun skólans.
110 ár eru liðin frá stofnun skólans.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert